Skömmu eftir að Hallveigarstaðir opnuðu 1967 óskaði Framkvæmdanefnd hússins eftir að við rekstrinum tæki stjórn sem skipuð væri Bandalagi kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands, og að þessir þrír aðilar teldust jafnframt aðilar að sjálfseignarstofnuninni Kvennaheimilið Hallveigarstaðir.

Hafa þessi þrjú félög hlúð að Hallveigarstöðum æ síðar, og hafa Hallveigarstaðir að sama skapi hlúð að þeim.

Bandalag kvenna í Reykjavík

Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí árið 1917. Í Bandalaginu eru nú 16 aðildarfélög sem starfa starfa á breiðum grunni að félags-, líknar- og mannúðarmálum. Markmið BKR er að efla kynningu og samstarf aðildarfélaganna, stuðla að jafnræði til náms óháð efnahagslegri og félagslegri stöðu, vinna að velferðar- og fjölskyldumálum, og standa fyrir hverskonar menningar- og fræðslustarfsemi.

Kynnist starfi Bandalags kvenna í Reykjavík á vefsíðu félagsins.

Kvenfélagasamband Íslands

Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, var stofnað þann 1. febrúar 1930. Stofndagurinn, 1. febrúar, var árið 2010 útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar”. Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að sameina kvenfélög landsins í eina heild. Innan KÍ eru 18 héraðs- og svæðasambönd með um 170 kvenfélög innanborðs.

Kynnist starfi Kvenfélagasambandsins á vefsíðu félagsins.

Kvenréttindafélag Íslands

Kvenréttindafélag Íslands eru ein elstu félagasamtök Íslands, en það var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur til að stuðla að framgangi kvenna í íslensku samfélagi, hvort sem er í stjórnmálum, atvinnulífi, menntun eða menningu. Félagið skrifar umsagnir um lagafrumvörp og opinberar skýrslur, heldur opna fundi og málþing um málefni sem varða jafnrétti og kvenréttindabaráttunni, og styðjur við baráttu yngri grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna.

Kynnist starfi Kvenréttindafélagsins á vefsíðu félagsins.