Fjölmörg félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki hafa aðsetur á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum.

Fjöldi félagasamtaka sem starfa að jafnréttis- og mannréttindamálum eru í húsinu, Bandalag kvenna í Reykjavík, skáldkvennasamtökin Druslubækur og doðrantar, Félag einstæðra foreldra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Leiðbeiningastöð heimilanna, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Siðmennt og W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna.

Í húsinu eru starfrækt tvö sendiráð og ein sendiþjónusta, sendiráð Kanada, sendistofa Færeyja og sendiþjónusta Ástralíu. Auk þess að hýsa Hallveigarstaðir ýmis fyrirtæki og stofnanir, Jafnréttisstofu, stjórnmálahreyfinguna Vinstri græn, lögfræðistofuna Lagaþing sem rekin er af konum, kvikmyndagerðakonuna Ísold Uggadóttir og hóp listakvenna í kjallara hússins.